Listen to sample
Listen

Þrír unglingar fremja siðlaus skemmdarverk

Málið fékk fljótlega heitið Möllevangsmálið í rannsókninni og í stórum fyrirsögnum fjölmiðla. Tilefnið var íkveikja í Möllevangsskólanum í Árósum 14. janúar 2003, kl. 00.38, sem leiddi til þess að heil álma brann til grunna en hún var 1200 fermetrar og metin á um 20 milljónir danskra króna.
Auk íkveikjunnar í Möllevangsskólanum fjallaði málið um mörg önnur alvarleg afbrot, og náði einnig yfir brot sem áður hafði verið fjallað um með stórum fyrirsögnum í dagblöðunum. Meðal annars voru þetta alvarleg skemmdarverk sem höfðu verið framin fjórum sinnum á 400 grafreitum í tveimur kirkjugörðum í Árósum og Hornslet.
Þá var fjallað um grimmdarleg dráp á fjórum kanínum við leikvöllinn Barnaland.
Sömu piltarnir höfðu einnig kveikt tvisvar í Aðventukirkjunni, kveikt í Samsögötuskóla, í Elísu Smith-skólanum, í sveitabýli í Hornslet, auk þess að hafa kveikt þrisvar í bílum. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
2,45  EUR
Audiobook
 
Edition
Printed pages
Publish date27 Jul 2020
Published bySAGA Egmont
Languageice
ISBN audio9788726512984