Read sample
Read

Morris leigubílstjóri

Í lok júlí 2000 kom krúnurakaður maður, sem sagðist heita Morris Edina, til vakthafandi aðalvarðstjóra hjá lögreglunni í Åbo og sagðist vilja sækja um hæli í Finnlandi. Maðurinn var ekki með nein skilríki meðferðis og engan farangur. Í samræðum við aðalvarðstjórann sagðist maðurinn hafa komið til Finnlands með flugi frá Ungverjalandi. Hann sagðist vera af albönskum og rúmenskum ættum og hann gæti ekki lengur búið í hinu stríðshrjáða Kosovo vegna ofsókna sem hann sætti þar vegna þjóðernis síns. Tekið var við umsókn hans um hæli og síðan tók finnski Rauði Krossinn við manninum og flutti hann í móttökumiðstöð fyrir flóttamenn í Metallgatan.  Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
1,16  EUR
Buy Epub (e-book)
Incl. streaming access
Edition
Printed pages8 Sider
Publish date18 Aug 2020
Published bySAGA Egmont
Languageice
ISBN epub9788726523577