Listen to sample
Listen

Norræn Sakamál 2008

Hér kemur fyrir augu þín áttunda bókin í ritröðinni Norræn sakamál. Í þessari bók eru átta íslenskar sögur en mörg málanna vöktu verulega athygli þegar þau voru til meðferðar í dómskerfinu og tóku talsvert pláss í fjölmiðlum. Þetta eru fjölbreyttar sögur sem fjalla um mjög mismunandi afbrot sem þó eru öll áhugaverð og spennandi.
Meðal annars má nefna frásögnina af dauða ungbarnsins sem er einstakt mál í sinni röð hér á landi enda fór það alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hún er líka sérstök, frásögnin af umferðarslysinu sem var flóknara í rannsókn en mörg morðmál en var að lokum upplýst að fullu. Sagan um hæstaréttarlögmanninn, sem lék mörgum skjöldum til að tæla ungar stúlkur, er merkileg og hana ættu allir að lesa til að kunna að varast slíkar gildrur.
Auk þessara íslensku frásagna eru margar sögur frá hinum Norðurlöndunum. Þær eru ekki síður áhugaverðar og vel þess virði að lesa þær. Þar má t.d. nefna söguna um ungu stúlkuna sem giftist manninum sem hún elskaði en hafði ekki fengið samþykki fjölskyldu sinnar, sem hjálpaðist að við að koma henni fyrir kattarnef. Þar er líka frásögnin af nauðgararanum sem fann fórnarlömb sín á netinu og notaði það til að tæla stúlkurnar til sín. Sagan um dauðaáætlunina er miklu líkari lygasögu en sannleikanum en er samt sönn.
Blom-Petterson-málið er saga um hjónaband sem segja má að hafi endað úti í skógi. Þetta eru fá dæmi en engin af þessum sögum er annarri lík. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
7,86  EUR
Audiobook
 
Edition
Printed pages
Publish date27 Jul 2020
Published bySAGA Egmont
Languageice
ISBN audio9788726512786